Unnur Sara Eldjárn

// Um kennarann


Unnur Sara hefur verið virk í íslensku tónlistarsenunni síðustu 10 árin og gefið út þrjár breiðskífur.

Hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir árangur á markaðssetningu tónlistarinnar sinnar á netinu sem hún hefur gefið út sjálf án utanaðkomandi aðstoðar útgáfufyrirtækja eða annarra aðila.

Í dag eru hún með rúmlega tvær og hálfa milljón streymi á lögin sín á Spotify, ásamt því að eiga tónlist sem hefur verið nýtt í yfir 2.000 myndböndum á Tiktok og Instagram.

Síðastliðin sex ár hefur hún séð um ráðgjöf fyrir tónlistarfólk þegar kemur að praktískum atriðum og markaðssetningu á tónlist.

Haustið 2020 byrjaði hún með námskeiðið „Hvernig kemst ég inná Spotify?" sem yfir 200 íslenskir tónlistarmenn hafa setið ásamt því að Unnur hlaut Nýsköpunarverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar fyrir framtakið.

Fyrr á árinu stofnaði hún Wrap My Music sem heldur utan um hennar þjónustu þegar kemur að ráðgjöf, fræðslu, markaðssetningu tónlistar, aðstoð við styrkumsóknaskrif og markaðsherferðir.

Allar nánari upplýsingar um þjónustuframboð hér fyrir ofan í "View All Products".

Hafið samband á [email protected] eða í síma 8211392.Algengar spurningar


Hvernig kem ég tónlistinni minni á Spotify? Þú þarft að skrá þig hjá dreifingaraðila (e. distribution company/music aggregator), hann sér ekki bara um að koma tónlistinni þinni á Spotify heldur flestallar aðrar tónlistarveitur í heiminum.

Hvaða dreifingaraðila ætti ég að vera hjá? Ég mæli með Dreifi, www.dreifir.is eftir að hafa prófað nokkra aðra dreifingaraðila sjálf. Þú getur fengið ítarlegri upplýsingar um hlutverk dreifingaraðila og af hverju ég mæli með Dreifi í „Stafrænir dreifingaðilar tónlistar”.

Get ég fært lög frá einum dreifingaraðila til annars án þess að glata spilunum á lög eða detta útaf lagalistum? Já, það er ekkert mál. Þú verður bara að passa upp á að vera með sömu ISRC kóðana og sömu heiti laga. Þú byrjar á því að skrá lögin hjá nýja dreifingaraðilanum, svo bíðurðu í nokkra daga þangað til þú sérð tvöföldun á öllum útgáfum, þá veistu að þetta er komið inn og þá er komið að því að taka lögin útaf gamla dreifingaraðilanum. Best er að vera í góðum samskiptum við nýja dreifingaraðilann, vera dugleg/ur að spyrja hann út í þetta líka svo allt fari vel.

Er eitthvað sem ég þarf nauðsynlega að passa mig á að gera fyrir markaðssetninguna áður en lagið kemur út? Að sjálfsögðu mæli ég með að gera markaðssetningaráætlun, þeim mun betri sem hún er þeim mun betur á eftir að ganga. En það er einn hlutur sem þú getur EKKI gert eftir að lagið kemur út og það er Spotify Editorial Pitch. Þú verður að passa upp á að gera það að minnsta kosti viku fyrir útgáfuna. Hér eru upplýsingar frá Spotify og einnig er nánara ítarefni varðandi hvernig hægt er að gera gott Editorial Pitch í fyrirlestrinum „Hvernig kemst ég inná Spotify playlista?” https://artists.spotify.com/help/article/pitching-music-to-playlist-editors

Ég er að lenda í tæknilegum örðugleikum með lögin mín á Spotify, hvað á ég að gera? Í flestum tilvikum er það hlutverk dreifingaraðilans að leysa vandamálið fyrir þig svo það er alltaf best að byrja þar, og ef ekki getur dreifingaraðilinn alltaf sagt þér með hvaða öðrum leiðum þú getur leyst vandamálið sjálf/ur til dæmis með því að hafa samband við hjálparsíðu Spotify fyrirtækisins.

Get ég fengið einhvern annan til að koma lögunum mínum á lagalista? Ég myndi alltaf mæla með því að gera það sjálf/ur. En ég get samt bent þér á góða þjónustuaðila sem taka svona að sér ef þú hefur samband við mig. Gott er að hafa í huga að svoleiðis þjónusta kostar yfirleitt ekki minna en 100.000 krónur svo það þarf að hafa fjármögnun í þann hluta. Ég bendi einnig á markaðsstyrk ÚTÓN til að fjármagna aðkeypta kynningarþjónustu: https://www.uton.is/markasstyrkirUmsögn


Þetta hjálpaði mjög mikið að opna augun og skilja þetta betur. Unnur veitir það sem þarf en svo er það undir manni sjálfum komið að vinna vinnuna, bara eins og þegar maður lærir á hljóðfæri. Mér fannst alltaf svo leiðinlegt að koma tónlistinni minni á framfæri á netinu en núna eftir Spotify námskeiðið er það allt í einu orðið gaman!

Steinar Sigurðarson,

saxófónleikari og lagahöfundur

Umsögn

Fimm stjörnu námskeið hjá Unni Söru. Virkilega vel upp sett og aðgengilegt, líka fyrir þá sem finnst Spotify heimurinn mjög flókið fyrirbæri! Mæli með fyrir alla sem vilja koma tónlistinni sinni á framfæri!


Þórunn Erna Clausen,

söngkona og lagahöfundur